Enginn í strætó?

Auðvitað þurfa ekki allir að fara á eigin bíl í vinnuna. Það ætti allavega að vera þannig. En hvers vegna fara fáir í strætó? Það er vegna þess að það tekur allt of langan tíma. Ef strætisvagnakerfið væri nothæft þá er öruggt að ég færi á hverjum degi í strætó í vinnuna. En svo er því miður ekki.

Ég bý í íbúðahverfi þar sem ég er 20 sekúndur að ganga út á næstu stoppistöð. Ef ég gerði það og tæki vagninn þá tekur það mig 45 mínútur að komast á vinnustað. Ástæðan er sú að vagninn þræðir fjölda íbúðahverfa á leiðinni og það er bara meira en ég er tilbúinn að standa í. Það tekur mig innan við 15 mínútur á eðlilegum degi (reyndar í kreppunni, en þá eru færri bílar á götunni en í eðlilegu árferði) að aka á eigin bíl til vinnu. Ef litlir vagnar gengju um hvert íbúðahverfi og flyttu fólkið úr því hverfi inn á stöðvar þar sem stærri vagnar taka fólkið og flytja það í hraðferð á tiltekna staði, þá væri þetta leikur einn og allir vagnar fullnýttir. Og það sem meira er, þá myndi bílum á götunum fækka mikið, og gatnakerfið yrði hagkvæmara í rekstri. Þar að auki væru sérstakar akreinar fyrir vagnana, eins og nú er komið á nokkrum leiðum, og því alltaf hægt að gera ráð fyrir góðum ferðatíma. Ég skil ekki hvers vegna ekkert er gert í málinu. Hvað myndi sparast í eldsneyti? Og ferðatíma? Og mengun? Og auðvitað allir vagnar rafvæddir... Áfram nú spekingar, gerið eitthvað í þessu.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband