Íslenskar gulrætur
21.9.2009 | 21:52
Ég get ekki setið á mér að nefna það að ég er að borða nú í þessu íslenskar lífrænar gulrætur ræktaðar á Hæðarenda í Grímsnesi. Ég held að það sé kominn tími til að nota eitthvað af orkunni sem enn er óbeisluð til þess framleiða mat, grænmeti og ávexti. Hvað sem álfíklar segja þá er orkunni betur varið í matvælaframleiðslu heldur en framleiðslu á áli. Þá er ég að tala um alvöru framleiðslu sem krefst töluverðs mannafla. Ekki veitir af störfunum. Held að þau gætu orðið fleiri en 500 sem er sá fjöldi sem troða má inn í mökkinn í þokkalegu álveri.
Ég mæli með þessum gulrótum, aldrei borðað jafn góðan mat.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.